Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. október 2014 18:42
Daníel Freyr Jónsson
Rio Ferdinand í þriggja leikja bann vegna ummæla á Twitter
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Rio Ferdinand, leikmaður QPR, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla á Twitter.

Enska knattspyrnusambandið kvað upp úrskurð sinn nú síðdegis, en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins brást illa við gagnrýni í sinn garð á Twitter í síðasta mánuði.

Svaraði hann með orðum sem þóttu niðrandi í garð einstaklingsins sem Ferdinand svaraði.

Ferdinand þarf einnig að greiða 25.000 pund í sekt og skipað að mæta á skipulagða fræðslufundu á vegum knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner