Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. janúar 2015 12:32
Magnús Már Einarsson
Diego Costa í þriggja leikja bann (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Diego Costa, framherja Chelsea, í þriggja leikja bann.

Costa var ákærður eftir að hann traðkaði á Emre Can leikmanni Liverpool í leik liðanna í enska deildabikarnum fyrr í vikunni.

Costa ákvað að áfrýja ákærunni en hafði ekki erindi sem erfiði.

Þetta þýðir að Costa verður í leikbanni þegar Chelsea mætir Manchester City í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Costa verður einnig í banni þegar Chelsea mætir Aston Villa og Everton í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner