Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. maí 2015 18:10
Magnús Már Einarsson
Bjarni Jó: Ég var orðinn mjög smeykur
Bjarni á hliðarlínunni í dag.
Bjarni á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var orðinn mjög smeykur," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur á Gróttu í 1. deildinni í dag.

Ævar Ingi Jóhannesson skoraði eina markið í rokinu á Seltjarnarnesi en það kom á 82. mínútu leiksins.

„Það var rosalega erfitt að eiga við þennan vind og grasið hérna er í harðari kantinum þannig að boltinn skoppar út og suður. Mér fannst við vera líklegri til að skora mark í fyrri hálfleik á móti vindinum heldur en í síðari hálfleik."

„Ég hrósa strákunum fyrir mikla þolinmæði. Það fór aldrei neitt í taugarnar á þeim og græðgin í okkur er alltaf fyrir hendi. Mér er létt að hafa unnið við þessar aðstæður."


Eftir jafntefli gegn Fram í fyrstu umferð hafa KA menn unnið síðustu þrjá leiki sína.

„Ég held að þessi byrjun fari í sögubækurnar fyrir norðan. Það hefur verið gríðarleg tregða undanfarin ár og þetta er þrælfínt sem komið er," sagði Bjarni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner