Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 30. júní 2015 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Aron Heiðdal vill fara frá Stjörnunni
Aron Heiðdal er á förum frá Stjörnunni
Aron Heiðdal er á förum frá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Rúnarsson Heiðdal leikmaður Stjörnunnar staðfesti í samtali við Fótbolta.net að hann hafi beðið um að fá að fara frá Stjörnunni þegar félagaskiptaglugginn opnar um miðjan júlí.

Aron sem var í landsliðshóp U-21 árs landsliðsins í síðasta verkefni, hefur ekki enn fengið mínútu með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar, þrátt fyrir meiðsli varnarmanna Stjörnunnar.

„Ég hef hægt og bítandi verið að missa gleðina sem ætti að vera til staðar þegar maður er að spila fótbolta," sagði Aron sem var í fyrra sumar lánaður til Keflavíkur.

„Ég tók þessa ákvörðun því ég tel hana vera besta fyrir mig. Ég tel mikilvægt fyrir mig að fá að spila reglulega til að bæta mig sem knattspyrnumann," sagði Aron sem er bjartsýnn á að fá sig lausan frá Stjörnunni og fengið loks að spila þegar glugginn opnar.

„Báðir aðilar þurfa hinsvegar að vera sáttir og ég vonast til að þetta leysist og ég spili með nýju liði þegar félagaskiptagluginn opnar," sagði Aron sem segist vera opinn fyrir öllu sem í boði er.

„Ég get alveg horft á það að fara í 1. deildina. Auðvitað vill ég spila á sem hæsta leveli og hægt er," sagði Aron Heiðdal að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner