Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2016 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð og félagar töpuðu gegn orkudrykkjafélaginu
Alfreð tekur tæklingu í kvöld
Alfreð tekur tæklingu í kvöld
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 2 - 1 Augsburg
1-0 Emil Forsberg ('11 )
1-1 Ji Dong-Won ('14 )
2-1 Yussuf Poulsen ('52 )

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason spilaði allan tímann þegar lið hans Augsburg, þurfti að lúta í lægra haldi gegn orkudrykkjarpiltunum í RB Leipzig, eða Red Bull Leipzig eins og þeir eru oftast kallaðir. Þeir eru styrktir af austurríska orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull.

RB Leipzig er rekið með allt öðrum hætti en önnur félög Þýskalands og hefur á skömmum tíma orðið hataðasta félag landsins. Það voru þeir sem komust yfir í leiknum í kvöld þegar hinn sænski Emil Forsberg skoraði, en stuttu eftir mark hans náði Ji Dong-Won að jafna metin fyrir Augsburg.

Staðan var jöfn í hálfleik, en í upphafi þess seinni skoraði annar Norðurlandabúi fyrir RB Leipzig, í þetta skipti var það hinn danski Yussuf Poulsen. Það mark kom á 52. mínútu og það reyndist nóg fyrir RB Leipzig að vinna leikinn, lokatölur 2-1.

Orkudrykkjafélagið, það hataðasta í Þýskalandi, komst upp að hlið Borussia Dortmund í annað sæti deildarinnar með þessum þremur punktum, en Augsburg er um miðja deild með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner