Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 31. júlí 2015 19:32
Elvar Geir Magnússon
Magnús Már Einarsson í Huginn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir hefur lánað sóknarmiðjumanninn Magnús Má Einarsson í Huginn á Seyðisfirði út tímabilið. Þetta staðfesti Magnús við Fótbolta.net.

Magnús hefur fengið fá tækifæri með Leikni í Pepsi-deildinni í sumar og aðeins komið við sögu í tveimur leikjum.

Magnús sem er uppalinn hjá Aftureldingu gekk í raðir Leiknis fyrir tímabilið í fyrra þegar Leiknir var í 1. deildinni. Breiðholtsliðið vann svo deildina.

Huginn er í harðri toppbaráttu í 2. deildinni, er með 32 stig í þriðja sæti. Liðið er stigi á eftir Leikni Fáskrúðsfirði og tveimur stigum frá toppliði ÍR.

Fyrsti leikur Magnúsar með liðinu er gegn Dalvík/Reyni næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner