Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 31. júlí 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Baba Rahman á leið frá Chelsea
Baba Rahman er væntanlega á leið til Schalke 04
Baba Rahman er væntanlega á leið til Schalke 04
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Baba Rahman er á leið aftur í þýska boltann eftir nokkuð misheppnaða dvöl hjá Chelsea. Hann mun væntanlega fara til Schalke 04 á láni út tímabilið.

Chelsea borgaði Augsburg 20 milljónir punda fyrir Baba fyrir ári síðan, en hann lék aðeins 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Antonio Conte tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea í sumar og hann telur sig ekki hafa not fyrir Baba á komandi tímabili.

Hinn 22 ára gamli Baba vakti áhuga Atletico Madrid og Roma, en hann hélt til Þýskalands í gær þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun. Hjá Schalke hittir hann sinn fyrrum þjálfara hjá Augsburg, Markus Weinzierl.

Chelsea ætlar að skoða möguleikann á því að fá Santiago Arias frá PSV sem arftaka Baba, en Arias getur spilað sem bæði hægri og vinstri bakvörður. Njósnarar frá Chelsea fylgdust með honum í síðustu viku og því er ágætist möguleiki á því að hann muni koma og fylla skarð Baba.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner