Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. ágúst 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Hófið: Aga- og fjölmiðlabann og vitlaus völlur
Jacop Schoop fór illa með dauðafæri.
Jacop Schoop fór illa með dauðafæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason var settur í agabann.
Þórður Ingason var settur í agabann.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ian Jeffs skoraði mark umferðarinnar.
Ian Jeffs skoraði mark umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson er bjartsýnn.
Atli Sigurjónsson er bjartsýnn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferðin í Pepsi-deildinni fór fram í gær. Það er farið að styttast í annan endann á mótinu og línurnar tóku að skýrast með úrslitum gærkvöldsins. Kikjum á Hófið þar sem er líf og fjör að venju.

Leikur umferðarinnar: KR 2 – 2 Valur
Það var hart barist í Reykjavíkurslagnum og ekki vantaði dramatíkina. Gestirnir frá Hlíðarenda komust yfir í tvígang og allt stefndi í sigur þeirra rauðklæddu þar til Almarr Ormarsson jafnaði metin í uppbótartíma. KR-ingar gætu hafa kvatt titilbaráttuna með þessu jafntefli en fjörið vantaði ekki. Í þokkabót fór rautt spjald á loft en það fékk Aron Bjarki Jósepsson að sjá rétt fyrir leikslok.

EKKI lið umferðarinnar:

Fá mörk voru skoruð í umferðinni og ekki liðið ber þess merki. Margir sóknar og miðjumenn og nokkrir þurfa að leika að aðrar stöður en þeir eru vanir.

Klúður umferðarinnar: Jacob Schoop
Jacob Schoop klúðraði algjöru dauðafæri í 2-2 jafntefli KR gegn Val. Seint í leiknum var Daninn í dauðafríu skallafæri á markteig en einhvern veginn tókst honum að skalla boltann yfir.

Agabann umferðarinnar: Þórður Ingason
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, var í agabanni í 1-1 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, vildi ekki greina frá því hvers vegna hann væri í agabanni og útilokaði ekki að það myndi telja fleiri leiki. Eins og alltaf hafa slúðursögur farið af stað en ekkert hefur fengið staðfest hvers vegna Þórður var settur í bann.

Símtal umferðarinnar: Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, tók út leikbann í markalausu jafntefli liðsins gegn ÍA í Pepsi-deildinni. Hann gat þó ekki hugsað sér að sitja aðgerðarlaus, þegar tæpar 20 mínútur voru eftir hringdi hann í Val Inga Johansen, liðsstjóra Fylkis, sem fór beint til Reynis Leóssonar með skilaboðin frá Hermanni. Hann þurfti greinilega að koma einhverju til skila!

Mark umferðarinnar: Ian Jeffs
Ian Jeffs skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu gegn Keflavík í Eyjum.

Sjálfsmark umferðarinnar: Kristinn Freyr
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði stórglæsilegt sjálfsmark gegn KR. Kom með hörkuskalla eftir aukaspyrnu KR-inga og það var óverjandi fyrir Ingvar Kale. Boltinn endaði í hans eigin neti og lokatölur 1-1.

Vafasamur dómur umferðarinnar: Mark dæmt af KR
Af miklu að taka úr leik KR og Vals. Sören Frederiksen skoraði mark sem virtist fullkomlega löglegt en hann var dæmdur rangstæður. Þó virtist sem Orri Sigurður Ómarsson gerði hann réttstæðan í baráttunni.

Varsla umferðarinnar: Ingvar Kale
Ingvar Kale varði stórkostlega frá Hólmberti Aroni eftir skalla þess síðarnefnda af um það bil metra færi. Virkilega vel gert hjá Ingvari.

Dómari umferðarinnar:Garðar Örn Hinriksson
Stóð sig svo gott sem óaðfinnanlega í Frostaskjólinu í erfiðum leik þar sem æsingurinn var umtalsverður.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Jóhann Fannar
Blikar heiðruðu fimleikakappann Jóhann Fannar fyrir leikinn, en hann fékk blóm frá markverðinum Gunnleifi Gunnleifssyni og átti það vel skilið. Jóhann Fannar vann til fjölda verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra á dögunum og var honum vel fagnað á Kópavogsvellinum, enda er hann mikill Bliki.

(Ó)heppni umferðarinnar: Leiknismenn fá á sig víti
Leiknismenn virtust mega þola enn einar grátlegu lokamínúturnar þegar liðið mætti Breiðabliki í kvöld. Í síðustu umferð skoraði FH sigurmark í blálokin og þar á undan fékk Leiknir á sig jöfnunarmark gegn Víkingi í uppbótartíma úr víti. Undir blálokin gegn Blikum í kvöld var dæmd vítaspyrna en viti menn, Jonathan Glenn skaut framhjá og lokatölur 0-0. Gríðarlega dýr mistök hjá Glenn.

Falldraugur umferðarinnar: Keflavík
Keflavík getur kvatt Pepsi-deildina. Liðið mætti til leiks í sannkölluðum úrslitaleik í Vestmannaeyjum og stóðst engan veginn prófið, heldur tapaði 3-0. Sigur Keflavíkur hefði gefið liðinu smá von en nú eru Keflvíkingar svo gott sem fallnir.

Alveg sama umferðarinnar: KR
KR liðið virtist enga trú hafa á því að þeir gætu unnið Val fyrr en undir lok leiksins en þá var það bara orðið of seint, vantaði alla ástríðu í mikilvægan leik gegn erkifjendunum.

Fjölmiðlabann umferðarinnar: Gary Martin
Gary Martin fékk ekki að tala við fjölmiðla eftir jafnteflið gegn Val og myndaðist ákveðinn sirkus í kringum það. Hann tók ekki þátt í leiknum en var til í að veita viðtöl, en Henrik Bödker í þjálfarateymi KR kom í veg fyrir það.

„Innkoma“ umferðarinnar: Tufa gerir allt vitlaust
Undir lok fyrri hálfleiks meiddist framherjinn Tufegdzic og var skipað af velli. Hann fékk svo leyfi hjá dómaranum til að koma inn á þegar hann var búinn að jafna sig. Dómarinn leyfði Tufa hins vegar að hlaupa inn á svæði þar sem Róbert í marki FH hafði hent boltanum á bakvörðinn. Tufa komst inn í sendinguna en varnarmaður pikkaði af honum boltann og gaf til Róbert, sem tók hann upp með höndum. Var í kjölfarið dæmd óbein aukaspyrna. Allt varð vitlaust í kjölfarið og mikill hasar lifði þær þrjár mínútur sem eftir lifðu fram að leikhléi. Ef upp hefði komið mark hefði fjörið orðið enn meira!

Ummæli umferðarinnar: Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson átti flottan leik fyrir Breiðablik í markalausu jafntefli gegn Leikni. Eftir jafnteflið eru Blikar sex stigum frá toppliði FH. Þegar Guðmundur Marínó hjá Stöð 2 Sport spurði Atla hvort Blikar ættu þó ennþá möguleika á því að vinna titilinn, þá svaraði Atli bjarstýnn: „Já, sex stig eru ekki neitt.“















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner