Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. ágúst 2015 17:34
Daníel Freyr Jónsson
Martial mættur í læknisskoðun í Manchester
Martial í baksæti bíls á leiðinni inn á Carrington seinnipartinn í dag.
Martial í baksæti bíls á leiðinni inn á Carrington seinnipartinn í dag.
Mynd: Daily Mail
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Anthony Martial er mættur á Carrington æfingasvæðið þar sem hann mun undirgangast læknisskoðun fyrir vistarskipti sín til Manchester United.

Hinn 19 ára gamli Martial mun að öllum líkindum verða dýrasti táningur sögunnar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að United hafi samþykkt að greiða Monaco 36 milljónir punda fyrir leikmannin, sem gæti með klásúlum farið upp í 58 milljónir.

Þær klásúlur kveða meðal annars á um að United greiði Monaco ákveðnar upphæðir nái Martial að vinna titla með félagiun og verða útnefndur sem besti leikmaður Evrópu.

Martial yfirgaf æfingabúðir franska landsliðsins í morgun og flaug Englands.

Þessa stundina er Wayne Rooney eini aðalliðsframherji United þar sem þeir Robin van Persie og Falcao hafa horfið á braut frá síðustu leiktíð, auk þess sem Javier Hernandez var seldur til Bayer Leverkusen í morgun.
Athugasemdir
banner