Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 31. ágúst 2016 13:56
Magnús Már Einarsson
Hólmar Örn á leið til Real Betis?
Hólmar Örn í leik með Rosenborg.
Hólmar Örn í leik með Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net
Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, gæti skipt um félag áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net er Real Betis að reyna að klófesta Hólmar.

Hólmar staðfesti í samtali við Fótbolta.net í dag að ónefnt félag sé á höttunum á eftir sér. Hann vildi ekki staðfesta að um spænska félagið sé að ræða.

„Það hafa verið þreifingar í gangi en þetta er allt í lausu lofti ennþá," sagði Hólmar við Fótbolta.net í dag.

„Það er verið að hringja á milli og reyna að finna út úr þessu. Eins og er þá er ég ekki að fara neitt en þetta kemur í ljós fyrir miðnætti."

Hinn 26 ára gamli Hólmar varð norskur meistari með Rosenborg á síðasta tímabili en liðið er á góðri leið með að vinna titilinn annað árið í röð því það er með fimmtán stiga forskot á toppnum.

Hólmar var á sínum tíma á mála hjá West Ham en hann lék einnig með Bochum í Þýskalandi. Hann er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Úkraínu í undankeppni EM á mánudaginn.

Real Betis endaði í 10. sæti í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en þjálfari liðsins er Gus Poyet, fyrrum leikmaður Tottenham og fyrrum stjóri Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner