Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2016 21:48
Alexander Freyr Tamimi
Liðsfélagi Gylfa lánaður til Blackburn (Staðfest)
Marvin Emnes í leik með Swansea.
Marvin Emnes í leik með Swansea.
Mynd: Getty Images
Blackburn Rovers hefur fengið sóknarmanninn Marvin Emnes á láni frá Swansea fram til 15. janúar 2017. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni.

Þessi 28 ára gamli Hollendingur gekk í raðir Middlesbrough sumarið 2008 eftir að hann hafði slegið í gegn hjá uppeldisfélaginu Sparta Rotterdam í heimalandinu.

Emnes gekk í raðir Swansea í janúar 2014 eftir að hafa skorað 31 mark í 162 leikjum fyrir Middlesbrough. Hann hafði áður verið á láni hjá Swansea frá Boro í mánuð.

Hollendingurinn átti erfitt með að festa sig í sessi í liði Swansea eftir að Michael Laudrup var rekinn og skoraði hann einungis þrjú mörk í 24 leikjum á síðustu tveimur tímabilum.

Blackburn er á botni Championship deildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner