Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 31. ágúst 2016 22:07
Alexander Freyr Tamimi
Moussa Sissoko í Tottenham (Staðfest)
Moussa Sissoko í leik gegn Íslandi.
Moussa Sissoko í leik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski landsliðsmaðurinn Moussa Sissoko er genginn í raðir Tottenham frá Newcastle og skrifaði hann undir fimm ára samning við Lundúnaliðið.

Allt benti til þess að Sissoko væri á leið til Everton þegar Tottenham ákvað skyndilega að jafna 30 milljóna punda tilboð í leikmanninn. Sky Sports hafði greint frá því að Sissoko væri á leið í læknisskoðun hjá Everton en hlutirnir gerast hratt á gluggadegi.

Sissoko hafði ekki farið leynt með áhuga sinn á að yfirgefa Newcastle og komast aftur í ensku úrvalsdeildina eftir frábært Evrópumót með Frakklandi í sumar. Hann mun nú fá tækifæri til að spila Meistaradeildarfótbolta með Tottenham, sem er talin ein meginástæðan fyrir þess að hann ákvað að hætta við að fara til Everton.

Sissoko er fæddur árið 1989 og á að baki 44 landsleiki fyrir Frakkland. Þótti hann vera einn besti leikmaður liðsins á nýafstöðnu EM. Hann hafði leikið allan sinn feril með Toulouse í heimalandinu áður en hann gekk í raðir Newcastle árið 2013.



Athugasemdir
banner
banner
banner