Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 31. ágúst 2016 21:37
Alexander Freyr Tamimi
Zenit hættir við að selja Witsel til Juventus
Witsel fer ekki fet.
Witsel fer ekki fet.
Mynd: Getty Images
Rússneska stórliðið Zenit hefur hætt við að selja Axel Witsel til Juventus og verður hann því um kyrrt í Pétursborg.

Greint var frá því í gær að þessi 27 ára gamli miðjumaður hefði yfirgefið æfingasvæði belgíska landsliðsins til að gangast undir læknisskoðun hjá ítölsku meisturunum. Var talið að Juventus myndi borga 18 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Hann hafði áður greint frá því að hann yrði eitt tímabil í viðbót í rússlandi og hafði þjálfarinn Mircea Lucescu staðfest það. Hlutirnir virtust þó ætla að breytast þegar Juventus kom með tilboð.

Samkvæmt belgíska dagblaðinu Nieuwsblad var Witsel búinn að gangast undir læknisskoðun í Torínó og beið hann á hótelherbergi eftir því að félögin kláruðu samkomulag. Zenit vildi skyndilega fá meiri bónusa en félögunum tókst að semja um það.

Í kjölfarið sagði þjálfarinn Mircea Lucescu að hann vildi ekki selja Witsel nema hann næði í staðgengil. Zenit reyndi að kaupa gríska landsliðsmanninn Andreas Samaris frá Benfica en það gekk ekki upp.

Félagaskiptin runnu því út í sandinn. Zenit var tilbúið að selja Witsel til að hann færi ekki frítt næsta sumar og félögin voru meira að segja búin að senda frá sér pappíra. Það var þó allt til einskis.
Athugasemdir
banner
banner