þri 19.jan 2016 14:00 Magnús Örn Helgason
Sagan af Emmanuel Nkrumah Klukkan er 05:30 í bænum Breman Asikuma í Afríkuríkinu Gana. Haninn galar, náttmyrkrið hopar og Emmanuel Nkrumah er kominn á fætur. Emmanuel er 15 ára gamall, þriðji yngstur af átta börnum þeirra Mabel Teteh og Emmanuel Afenin Nkrumah sem lést árið 2005. Mabel sér börnum sínum farborða með því að útbúa og selja soðinn maís, „kenkey” eins og það er kallað, á götum Asikuma. Hvert stykki selur hún á sem samsvarar 17 kr. svo innkoman er ekki mikil. Næst elsti bróðirinn, Akakpo, starfar sem kennari og styður eins og hann getur við bakið á yngri systkinum sínum. Meira »
fim 21.maí 2015 22:45 Magnús Örn Helgason
Foreldrar í feluleik Ef það er kalt úti er stráknum sagt að klæða sig betur og bíta á jaxlinn á meðan stelpan er spurð hvort hún vilji ekki bara vera heima og sleppa æfingu. Ef strákurinn er á leið á fótboltamót út á landi er öll fjölskyldan drifin með að fylgjast með kappanum – stolti fjölskyldunnar. Systir hans, sem á að fara á mót með sínum flokki tveimur vikum síðar, fær ekki eins góðar undirtektir á heimilinu vegna sinnar ferðar. Kannski skellir mamma sér með og horfir á ef fjölskyldan er þá ekki búin að plana utanlandsferð eða ættarmót. Meira »