
Arsenal hefur boðið William Saliba nýjan samning, Benfica vill fá Bernardo Silva og Besiktas er nálægt því að fá Jota Silva frá Forest. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Arsenal hefur boðið William Saliba (24) nýjan fimm ára samning, núgildandi samningur rennur út 2027 og Real Madrid fylgist með stöðu mála. (FootMercato)
Liverpool hefur trú á því að félagið leiði baráttuna um að fá Marc Guehi (25) frá Crystal Palace en þá rennur samningur hans út. Liverpool fylgist líka með Michael Olise (23) hjá Bayerrn München en hann er metinn á 87 milljónir punda. (Caught Offside)
Joao Noronha Lopes forsetaefni Benfica vill fá Bernardo Silva (31) frá Manchester City ef hann verður kjörinn forseti portúgalska félagsins. Silva verður samningslaus næsta sumar. (Record)
Harry Maguire (32) og Luke Shaw (30) eru báðir undir smásjánni hjá Man Utd þar sem félagið skoðar hvaða styrkingar þarf að gera næsta sumar. (Teamtalk)
Besiktas nálgast kaup á Jota Silva (26) frá Nottingham Forest. (Fabrizio Romano)
Luis Díaz (28) vildi fara frá Liverpool síðasta sumar og Liverpool reyndi að skipta á honum og Julian Alvarez (25) en Argentínumaðurinn fór þá til Atletico Madrid og núna er Díaz kominn til Bayern München. (Telegraph)
AEK Aþena reynir ða losa Anthony Martial (29) og virðist hann á leið Monterrey í Mexíkó. (FootMercato)
Juventus fylgist með Ademola Lookman (27) og horfir á hann sem efsta mann á blaði til að taka við af Dusan Vlahovic (25) sem menn búast við að fari frá Juve. Joshua Zirkzee (24) er annar kostur fyrir Juve. (Tuttosport)
Inter hefur áfram áhuga á Manu Kone (24) og gætu kaup á honum hjálpað Roma að fylgja FFP reglunum. (Gazzettan)
Dario Essugo (20) miðjumaður Chelsea hefur farið í aðgerð og verður frá í að lágmarki 12 vikur. (Athletic)
Athugasemdir