Sigurður Ragnar Eyjólfsson var kokhraustur fyrir Evrópumótið og sagði að stefnan væri sett á 8-liða úrslitin þrátt fyrir að niðurstaðan úr landsleikjum fyrr á árinu gæfu engar vonir þess efnis.
Meira »
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var kokhraustur fyrir Evrópumótið og sagði að stefnan væri sett á 8-liða úrslitin þrátt fyrir að niðurstaðan úr landsleikjum fyrr á árinu gæfu engar vonir þess efnis.
Meira »
Veigar Páll Gunnarsson telst ansi heppinn ef hann sleppur með aðeins einn leik í bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir olnbogaskotið gegn Þór.
Upptökur af Stöð 2 Sport líta vægast sagt illa út og í raun er ekki hægt að afsaka framgöngu Veigars í þessu tiltekna atviki.
Ekki er hægt að halda því fram að hann hafi ekki vitað af andstæðingnum sem var í návígi við hann. Skírara dæmi um rautt spjald hefur ekki sést í efstu deildum í sumar. Meira »
Á fréttamannafundi áðan kom fram að allir leikmenn í íslenska hópnum eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvenum á Laugardalsvelli á morgun. Lars Lagerback fær því „jákvæðan hausverk" varðandi val á byrjunarliði á morgun enda margir leikmenn sem hafa staðið sig vel og ýmsir möguleikar á stöðunni.
Meira »
Ísland er ansi léleg fótboltaþjóð ef ekki verður setið í hverju einasta sæti Laugardalsvallar þegar landsliðið leikur við Slóveníu. Loksins eigum við lið sem skyndilega á möguleika á að komast á stórmót og leikurinn á föstudag er einn af úrslitaleikjunum.
Meira »
Leikmenn íslenska landsliðsins hafa yfirgefið Lúbljana eftir að hafa náð að skila verkefninu frá sér með því að innbyrða þrjú stig í æsispennandi en ansi kaflaskiptum leik. Meira »
Fjölmiðlar í Slóveníu tala réttilega um leikinn í kvöld gegn Íslandi sem algjöran lykilleik fyrir liðið upp á framhaldið í riðlinum. Ekkert annað en sigur komi til greina. Meira »
Íslenska landsliðið er vel undirbúið fyrir leikinn gegn Slóveníu sem fram fer á morgun. Liðið hefur fengið fleiri daga en oft áður til undirbúnings og leikmenn eru vel meðvitaðir um að leikurinn er einn af úrslitaleikjum okkar í þessum riðli. Meira »
Ég sit á flugvellinum í Kaupmannahöfn og bíð eftir flugi til Vínar. Þaðan verður svo haldið til Lublijana í Slóveníu þar sem Ísland leikur ansi mikilvægan leik gegn heimamönnum, leik sem gæti ráðið ansi miklu varðandi framhaldið undankeppni HM. Meira »
Það er aðeins einn Maurizio Zamparini, sem betur fer. Árið 2002 seldi þessi viðskiptamaður ítalska félagið Venezia og keypti Palermo, félag sem hefur verið í hans eigu síðan.
Meira »
Cuneyt Cakir stóð teinréttur og barðist við að halda „kúlinu" þegar hann var búinn að flauta leik Manchester United og Real Madrid af í gærkvöldi. Leikmenn United hópuðust í kringum hann og Rio Ferdinand gekk það langt að klappa höndum af miklum krafti millimetrum við andlit hans.
Meira »
