Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Særður og íhugar að yfirgefa Barcelona - „Xavi talar ekki einu sinn við hann“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíska undrabarnið Vitor Roque er alvarlega að íhuga framtíð sína hjá spænska félaginu Barcelona, en umboðsmaðurinn segir hann særðan yfir stöðunni.

Barcelona gerði allt til þess að festa kaup á Roque frá Atletico Paranaense síðasta sumar.

Stærstu félög heims vildu fá hann en Vitor vildi bara Barcelona því það er hans uppáhalds félag.

Spænska félagið keypti hann fyrir rúmar 60 milljónir evra og gekk hann formlega í raðir félagsins um áramótin, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig síðan.

Þessi 19 ára gamli leikmaður hefur aðeins spilað 310 mínútur í 13 leikjum og skorað 2 mörk.

Andre Cury, umboðsmaður Roque, skilur ekkert í stöðunni og segir að hann og umbjóðandi hans verði alvarlega að íhuga næstu skref.

„Hann mun ekki fara á láni. Ef hann fer þá verða það varanleg félagaskipti.“

„Það skilur enginn af hverju Xavi spilar honum ekki og hann talar ekki einu sinn við Vitor. Þetta er ekki rétt.“

„Við munum bráðlega ræða við Barcelona um framtíð hans. Við völdum Barcelona því Vitor elskar félagið. Ímyndaðu þér að við fengum önnur tilboð sem hefði gefið okkur tvöfalt meira.“

„Það sáu það allir gegn PSG að Barca þurfti mark og liðið hefði hagnast á því að hafa aðra níu. Í mörgum leikjum hafa þeir þurft ferskar lappir til að pressa, en ef Xavi sér það ekki þannig þá er það bara að sýna þolinmæði. Eina sem ég veit er að við getum haldið svona áfram,“
sagði Cury við RAC1.

Mundo Deportivo greinir frá því að Roque sé ótrúlega særður og skilur ekki af hverju Barcelona vildi fá hann um áramótin ef það ætlaði sér ekki að spila honum reglulega.

Það eru eflaust mörg félög sem eru tilbúin að kaupa hann frá Barcelona í sumar. Arsenal, Chelsea, Manchester United og Paris Saint-Germain voru öll orðuð við hann síðasta sumar, en það er spurning hvort þau séu reiðubúin að opna veskið í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner