Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   sun 05. maí 2024 19:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Hallgrímur var svekktur að ná ekki öllum stigunum, en ánægður með karakterinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara ánægður með að við komum til baka, eftir mjög erfiða byrjun. Byrjum leikinn illa og þeir skora einfalt mark og fá svo víti, sem að Stubbur (Steinþór Már) gerði vel í að verja. Svo svona í lokin, þá leið manni eins og að annaðhvort myndum við vinna eða þetta færi jafntefli og því miður fór jafntefli, en 1-1 niðurstaðan og við tökum það,'' sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæsla leiksins hefur verið mikið til tals, en Hallgrímur vildi ekki gagnrýna hana of mikið.

„Mér fannst hún bara fín. Hefði viljað að hann hefði verið aðeins þolinmóðari þegar að Ásgeir er tekinn niður af því að markmaðurinn er kominn úr markinu og Ásgeir stendur strax upp - það er enginn í markinu. Á eftir að sjá í sjónvarpinu hvort að við hefðum getað skorað í tómt mark eða ekki. En svo eru bara atriði fram og til baka. Þeir lenda manni færri og fara að tefja rosa mikið, bara eins og menn gera. Ég held hann hafi bara staðið sig vel, dómarinn.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson var í leikmannahópi KA í dag og kom inná í hálfleik. Það var annar bragur á liði KA eftir að hann kom inná og Hallgrímur var að vonum ánægður með að sjá endurkomu lykilmannsins.

„Hann er frábær leikmaður og mér fannst hann koma bara vel inn. Ég var nú ekki viss um að ég myndi geta haft hann inná allan hálfleikinn, en ég vildi bara fá hann inn. Svo entist hann bara allan leikinn.''

Leikmaður sem að var ekki í leikmannahópi KA er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson. Hver var skýringin á því?

„Hann var ekki í hóp, eins og fleiri. Grímsi kemur inn og Kári kemur inn. Viðar kemur ekki í besta standi í heimi, við vitum það og hann er búinn að spila aðeins. Hann er bara að vinna í sínum málum og við vitum öll að þegar hann kemst í gott stand, að þá er hann frábær leikmaður. Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner