Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Cole Campbell komið að 21 marki á tímabilinu - Patrik í sigurliði
Cole Campbell
Cole Campbell
Mynd: Getty Images
Cole Campbell, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, var enn og aftur á skotskónum með U19 ára liðinu er það vann 3-0 sigur á Schalke í dag.

Cole, sem er 18 ára gamall, kom til Dortmund frá Breiðabliki árið 2022.

Hann spilaði fyrir yngri landslið Íslands áður en hann tók ákvörðun um að spila fyrir Bandaríkin. Faðir Cole er bandarískur en móðir hans íslensk.

Í dag skoraði hann og lagði upp í 3-0 sigri. Hann hefur nú komið að 21 marki í 28 leikjum í öllum keppnum með U19 ára liðinu.

Hann og undrabarnið, Paris Brunner, hafa verið bestu menn liðsins í ár en Dortmund tryggði sér titilinn fyrir nokkrum vikum síðan. Það er nú með 70 stig á toppnum, tuttugu stigum á undan Borussia Mönchengladbach, þegar ein umferð er eftir.

Langþráður sigur hjá Patrik

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking sem vann Tromstö, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti deildarsigur Viking síðan í byrjun apríl en liðið er í 6. sæti með 9 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner