Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 05. maí 2024 20:16
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann 4-1 gegn ÍA á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Bara ótrulega öflugur sigur á góðu og þéttu liði, vel drilluðu liði, bara vel þjálfaðir, með góða leikmenn og bara ótrúlega sterkt að vinna þennan leik með þessum hætti."

Þrátt fyrir úrslitin þá vörðust gestirnir mjög vel á löngum köflum og það leit út fyrir að það myndi vera erfitt fyrir Stjörnuna að skora í þessum leik. Hinsvegar fundu þeir glufurnar og náðu að setja 3 mörk á 15 mínútna kafla sem gerði útaf við leikinn.

„Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það hafi komið allt í einu (mörkin). Við sköpuðum nú ekki mikið af færum í fyrri hálfleik en það er bara hluti af því að brjóta svona lið niður. Við vissum eftir síðasta tímabil að fleiri og fleiri lið myndu fara að falla á móti okkur, og vera bara þéttir til baka, og beita skyndi sóknum. Þannig að við erum búnir að setja mikla orku í að verða betri í að brjóta niður þétt lið. Það skilaði sér í dag, það skilaði sér í seinasta leik á móti Fylki, og það gerði það líka á móti Val, ótrúlega öflugt lið þó þeir hafi verið manni færri. Þá voru þeir að reyna að harka út hálfleikinn þegar við skorum sigurmarkið. Við erum orðnir ótrúlega öflugir að brjóta niður þétt lið og mér fannst það bara skila sér. Það sem við vorum að vinna að, þó það hafi ekki komið færi framan af, þá fannst mér það skila sér og ég sá alveg trúnna í liðinu. Það var tempó og við hreyfðum okkur vel, við spiluðum hratt þó að við höfum ekki verið að búa til færi framan af. Við vissum að það kæmi og það kom."

Stjarnan hafði aðeins skorað 3 mörk í fyrstu 4 leikjunum í byrjun tímabils. Þeir hafa fengið töluverða gagnrýni fyrir að vera ekki jafn góðir í fyrra en þessi leikur er mögulega byrjun á því að svara þeim röddum.

„Ég held við séum nú ekkert að svara neinu, ég held það sé bara gott að við séum komnir í góða forystu í lokin og þeir komu framar, og þá verður þetta svona opnari leikur. Auðvitað er gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik, svona allavega í lokin. Það þarf samt annað lið á móti til að spila skemmtilega, ef að mótherjinn ætlar að falla niður og verða þéttir, þá verður þetta lokaður leikur. Þá erum við bara hluti sem lið af lokuðum leik, þannig að það er bara ekkert við því að gera. Ef að liðin ætla að falla, þá erum við allavega komnir á helvíti góðan stað í því að brjóta það niður. Þannig að þá bara fögnum við því að liðið sé lengra frá markinu okkar."

Emil Atlason skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag. Hann hefur einnig verið töluvert gagnrýndur fyrir sínar frammistöður í byrjun tímabils en þetta gæti verið byrjunin af meiri markaskorun fyrir hann.

„Ég veit það ekki, mér er eiginlega bara alveg sama (hvort hann fari að skora meira). Það er fínt ef hann skorar mörk en hlutverkið hans er bara að hjálpa liðinu, og hann er búinn að gera það mjög vel þó hann sé ekki búinn að skora. Þá er hann búinn að láta aðra leikmenn líta vel út, búinn að búa til pláss og bara góðar stöður fyrir þá. Hann er búinn að eiga þátt í einhverjum mörkum og ég er bara búinn að vera mjög ánægður með hann hingað til. Hann þarf ekki að skora fyrir mig, ekki mín vegna. Ég skil alveg að senter sé gagnrýndur ef hann skorar ekki, og það er bara frábært að fólk hafi skoðanir og álit á því sem við erum að gera, það er bara geggjað. Þetta er bara ekki stórt atriði fyrir mér og okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner