Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Hissa á ákvörðun Rangnick - „Hefði glatt okkur að sjá hann hjá Bayern“
Mynd: EPA
Þýski þjálfarinn Ralf Rangnick mun ekki taka við þjálfarastöðu Bayern München eftir tímabilið en ákvörðun hans kom Max Eberl, yfirmanni íþróttamála hjá Bayern, verulega á óvart.

Viðræður Rangnick og Bayern voru komnar langt á veg og sagði ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano að stutt væri í tilkynningu á þjálfaranum.

Rangnick tók U-beygju og ákvað að vera áfram þjálfari austurríska landsliðsins, sem þýðir að Bayern þarf nú að leita annað.

„Ralf Rangnick hefur tekið ákvörðun varðandi líf sitt. Það kom okkur verulega á óvart, en það er eins og það er. Við horfum fram á veginn. Hann var kandídat sem hefði glatt okkur verulega að sjá hjá Bayern,“ sagði Eberl við Sky:

Thomas Tuchel hættir eftir tímabilið en Rangnick er nú þriðji þjálfarinn sem Bayern missir af á stuttum tíma. Xabi Alonso ákvað að vera áfram hjá Bayer Leverkusen og þá framlengdi Julian Nagelsmann við þýska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner