Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dramatísk endurkoma Arsenal opnaði titilbaráttuna upp á gátt
Stina Blackstenius kláraði Man City á nokkrum mínútum
Stina Blackstenius kláraði Man City á nokkrum mínútum
Mynd: Getty Images
Kvennalið Arsenal vann ótrúlegan og dramatískan 2-1 sigur á Manchester City í ensku ofurdeildinni í gær en endurkoma Arsenal opnaði titilbaráttuna upp á gátt.

Hin öskufljóta Lauren Hemp skoraði fyrir Man City á 17. mínútu en í síðari hálfleiknum fór Arsenal með urmul af frábærum færum áður en sænska landsliðskonan Stina Blackstenius tók málin í sínar hendur.

Hún skoraði tvö mörk með nokkurra mínútna millibili undir lok leiksins. Fyrra markið á 89. mínútu og það seinna þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Lundúnaliðið var aðallega að hjálpa Chelsea með þessum sigri, þar sem Arsenal er ekki með í titilbaráttunni.

Chelsea, sem slátraði Bristol City 8-0, er nú í öðru sæti með 49 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City og með leik til góða.

Chelsea mætir Tottenham miðvikudaginn 15. maí áður en lokaumferðin fer fram þremur dögum síðar. Ef Chelsea vinnur fer það á toppinn á markatölu og því má búast við gríðarlega spennandi lokaumferð.

Efstu lið:
1. Man City 52 stig - +45 í markatölu
2. Chelsea 49 stig (1 leik til góða) - +46 í markatölu
3. Arsenal 47 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner