Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 06. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik um Berglindi: Spurningin er meira fyrir stjórnina
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skrifaði undir hjá Val.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skrifaði undir hjá Val.
Mynd: Valur
Sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skrifaði undir samning við Val fyrir stuttu og mun hún spila með Íslandsmeisturum í sumar. Berglind er að snúa til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Berglind, sem á að baki 72 A-landsleiki fyrir Ísland, sagði í samtali við Vísi eftir félagaskiptin að Valur hefði sýnt meiri áhuga á sér en Breiðablik, en hún ólst upp hjá Blikum og hefur lengst af spilað í Kópavogi á ferli sínum hér heima.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Berglindi í viðtali eftir síðasta leik.

„Auðvitað er hún frábær markaskorari og ég hefði elskað að fá hana hingað. Spurningin um áhugann er meira fyrir stjórnina," sagði Nik.

Breiðablik er með marga möguleika í fremstu víglínu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur verið að raða inn mörkum í upphafi tímabils, Katrín Ásbjörnsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli og þá er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir að koma til baka úr háskóla.

„Það hefði verið frábær hausverkur að fá Berglindi. En eins og ég sagði, þá er það spurning fyrir stjórnina með áhugann og hversu langt það fór. Ég get ekki svarað fyrir því. Ég hefði auðvitað viljað bæta henni við hópinn. Hún er mikill markaskorari. Það hefði verið hausverkur að búa til pláss fyrir hana en það er hausverkur sem ég hefði tekið. Ég óska henni eins vel og ég mögulega get," sagði þjálfari Blika en viðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan.
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
Athugasemdir
banner
banner
banner