Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 05. maí 2024 22:25
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. mætti HK í Kórnum fyrr í kvöld í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum og Víkingur tapar þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Í stöðunni 2-1 gerðu Víkingar tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt, í kjölfarið fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga rautt spjald. Arnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Aldrei gaman að tapa en við töpuðum fyrir liði sem lagði líf, hjarta og sál í leikinn. Stundum er gott að tapa og ýta á reset hnappinn og byrja aftur. Gott að tapa til að meta hvað við höfum gert vel í gegnum tíðina."

„Mér fannst við ekkert spila það illa, gerðum við mistök jú en við vorum ekki slakir. Þegar menn líta á tölurnar 3-1 jújú, þá byrja menn að gjamma um að við höfum verið slakir en við vorum það alls ekki.
Við fengum færi og læti, en ég fílaði hjartað hjá HK-ingum, þeir lágu í krampa hver af öðrum og gáfu allt sitt.
Við þurfum að líta á það þannig að það er fínt að fá þetta tap núna ég held að margir gleðjist yfir því líka."


Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks

„Mig minnir samt að hafa ekki sagt neitt slæmt við dómarann. Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn"

Atli Hrafn leikmaður HK var stálheppinn að fá ekki rautt spjald

„Þetta var ekki tækling að mínu mati. Það hefur verið svona móment fyrir mótið þegar vælukórinn byrjar að tala um hvað við erum grófir. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það, við erum harðir. Það var aðeins komið í kvöld. Þetta var glórulaust, það sjá það allir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner