Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 05. maí 2024 22:25
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. mætti HK í Kórnum fyrr í kvöld í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikar enduðu 3-1 fyrir HK-ingum og Víkingur tapar þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu. Í stöðunni 2-1 gerðu Víkingar tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt, í kjölfarið fékk Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga rautt spjald. Arnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Aldrei gaman að tapa en við töpuðum fyrir liði sem lagði líf, hjarta og sál í leikinn. Stundum er gott að tapa og ýta á reset hnappinn og byrja aftur. Gott að tapa til að meta hvað við höfum gert vel í gegnum tíðina."

„Mér fannst við ekkert spila það illa, gerðum við mistök jú en við vorum ekki slakir. Þegar menn líta á tölurnar 3-1 jújú, þá byrja menn að gjamma um að við höfum verið slakir en við vorum það alls ekki.
Við fengum færi og læti, en ég fílaði hjartað hjá HK-ingum, þeir lágu í krampa hver af öðrum og gáfu allt sitt.
Við þurfum að líta á það þannig að það er fínt að fá þetta tap núna ég held að margir gleðjist yfir því líka."


Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks

„Mig minnir samt að hafa ekki sagt neitt slæmt við dómarann. Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn"

Atli Hrafn leikmaður HK var stálheppinn að fá ekki rautt spjald

„Þetta var ekki tækling að mínu mati. Það hefur verið svona móment fyrir mótið þegar vælukórinn byrjar að tala um hvað við erum grófir. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það, við erum harðir. Það var aðeins komið í kvöld. Þetta var glórulaust, það sjá það allir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner