Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinar Freys sendu Alfreð og Guðlaug Victor niður um deild
Freyr og hans menn eiga enn möguleika á að halda sér í deildinni
Freyr og hans menn eiga enn möguleika á að halda sér í deildinni
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Kortrijk unnu magnaðan 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld, en tap Eupen þýðir að liðið er fallið niður í B-deildina.

Joao Silva skoraði eina mark Kortrijk á tíundu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Boris Lambert, leikmaður Eupen, var ekki að gera sínum mönnum neina greiða. Hann fékk tvö gul á tveimur mínútum í fyrri hálfleik og því beint í sturtu.

Kortrijk landaði mikilvægum sigri og er nú komið í umspilssæti, sem verður að teljast magnaður árangur miðað hvernig útlitið var fyrir nokkrum vikum.

Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki en í lokaumferðinni mætir það Charleroi, sem er í efsta sæti riðilsins og búið að bjarga sér frá falli.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Eupen en Alfreð Finnbogason utan hóps vegna meiðsla.

Þetta tap Eupen þýðir að liðið er fallið niður í B-deildina en það er í neðsta sæti með aðeins 25 stig.
Athugasemdir
banner