Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   mið 02. september 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Jón Daði: Höfum bilaða trú á sjálfum okkur
Icelandair
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var ógeðslega gaman, gæsahúð, adrenalín og allur pakkinn," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net í dag þegar hann minntist leiksins gegn Hollandi fyrir ári síðan þegar Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.

„Það er tilhlökkun að mæta þeim aftur, ég er búinn að gleyma þessum leik á móti Hollandi fyrst og nú er maður hér. Við þurfum að standa okkur á morgun."

„Við horfum alltaf á það jákvæða og höfum svo bilaða trú á sjálfum okkur, stig eða þrjú stig væri frábær úrslit."


Emil Hallfreðsson verður ekki með Íslandi á morgun vegna meiðsla svo einhver kemur inn í liðið frá síðasta leik. Býst Jón Daði við að byrja?

„Ég veit það ekki, það eru allir að spyrja mig að þessu. Það kemur í ljós í kvöld eða á morgun. Það vilja allir byrja með landsliðinu."

Það hefur verið loftbrú frá Íslandi til Amsterdam síðustu daga og búist við 3000 Íslendingum á leikinn.

„Við hefðum ekki séð þetta fyrir fyrir nokkrum árum síðan. Þetta segir sitt um uppgang mála í landsliðinu og í þjóðfélaginu á Íslandi. Þetta er bara frábært, að fá hátt í 3000 manns á útileik er æðislegt."

Jón Daði spilar með Viking í Noregi og hefur verið að standa sig vel þar en fer svo til Kaiserslautern í Þýskalandi á miðju tímabili.

„Ég er í mjög góðu standi, liðinu gengur mjög vel og allt í einu eru mörkin farin að detta inn hjá mér. Ég var ekki að skora mikið og fékk gagnrýni fyrir það. Allt í einu er boltinn inni í netinu hjá mér núna og það er bara gaman. Það er eins og með alla framherja, þú þarft að sjá boltann í netinu tila ð halda sjálfstraustinu uppi og vera stabíll."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner