Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 09. maí 2017 08:15
Fótbolti.net
Lið 1. umferðar í Inkasso - Margir miðverðir
Mynd: Fótbolti.net
Fyrsta umferðin í Inkasso-deildinni var á dagskrá um helgina og lið umferðarinnar er nú komið úr prentun.

Margir kantmenn gera tilkall í liði að þessu sinni sem og margir miðverðir. Nokkrir leikmenn spila því ekki alveg í sinni stöðu.

Sindri Kristinn Ólafsson og Mark McAusland Voru bestir hjá Keflavik í 1-1 jafntefli gegn Leikni R. Brynjar Hlöðversson, fyrirliði, var bestur í liði heimamanna þar.

Björgvin Stefánsson skoraði og lagði upp mark í útisigri Hauka á Þrótti en þar var Alexander Freyr Sindrason öflugur í vörninni.

Ivan Bubalo opnaði markareikning sinn í sumar í sigi Fram á HK í Kórnum. Sigurður Þráinn Geirsson átti einnig góðan leik þar.

Andrés Már Jóhannesson og Albert Brynjar Ingason fóru á kostum í 3-1 sigri Fylkis á Þór.

Hafþór Þrastarson var maður leiksins í sigri Selfyssing á ÍR. Ásgrímur Gunnarsson var síðan maður leiksins í Fjarðabyggðarhöllinni þar sem Grótta og Leiknir F. gerðu jafnefli.

Lið 1. umferðar
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Hafþór Þrastarson (Selfoss)
Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Mark McAusland (Keflavík)
Sigurður Þráinn Geirsson (Fram)
Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Ásgrímur Gunnarsson (Grótta)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Ivan Bubalo (Fram)
Björgvin Stefánsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner
banner