Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 07. apríl 2018 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Young slapp við vítaspyrnu og rautt
Tæklingin.
Tæklingin.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann magnaðan endurkomusigur á nágrönnum sínum í Manchester City í dag. Með sigri hefði Man City orðið Englandsmeistari en United frestaði fögnuðinum.

Staðan var 2-0 fyrir City í hálfleik en snemma í þeim seinni hafði Paul Pogba skorað tvisvar og jafnað leikinn. Varnarmaðurinn Chris Smalling gerði það sem reyndist svo vera sigurmarkið.

Það vakti ahygli þegar rúmar 10 mínútur voru eftir, þegar Sergio Aguero féll í teignum eftir viðskipti við Ashley Young.

Það var kallað eftir vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Young, en fyrr í leiknum var einnig kallað eftir vítaspyrnu á hann þegar hann virtist handleika boltann innan teigs.

Young slapp hins vegar, ekkert var dæmt og vann United leikinn.

Smelltu hér til að dæma sjálfur um hvort vítaspyrnu hafi verið að ræða eða ekki (brot Young á Aguero).

Þegar Young virtist handleika boltann.















Athugasemdir
banner
banner
banner