Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 19. júní 2018 07:58
Arnar Daði Arnarsson
Hörður Björgvin: Víðir bar á sig sólarkrem í klukkutíma
Icelandair
Hörður Björgvin og Hannes eftir leikinn gegn Argentínu.
Hörður Björgvin og Hannes eftir leikinn gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Heilsan er mjög góð. Auðvitað er smá þreyta í mannskapnum en þetta er snöggt að koma aftur," sagði vinstri bakvörður okkar Íslendinga, Hörður Björgvin Magnússon fyrir æfingu landsliðsins í Gelendzhik í morgun.

Eftir góða hvíld frá því í leiknum gegn Argentínu æfir liðið saman í dag áður en það ferðast til Volgograd seinni partinn á morgun.

Í gær fengu landsliðs strákarnir óvænta heimsókn frá Mið-Íslandi í boði Vodafone.

„Þeir komu okkur á óvart. Við fengum smá leikrit frá Víði (Reynisson, öryggisstjóri landsliðins) og hann gerði það vel. Hann tók sólarkrem og bar á sig í klukkutíma og var að sýna okkur hvernig við ættum að gera það. Síðan kom Mið-Ísland inn í herbergið og þá kom skemmtun í liðið og auðvitað gaman að hlæja með þeim."

Íslenska liðið mætir Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. Hörður býst við erfiðum leik.

„Það verður góður hiti og þessar flugur... við sáum leikinn í gær og það voru flugur útum allt. Spurning hvort maður þurfi að kaupa þetta flugnanet fyrir leikinn. Þetta verður mjög erfiður leikur en skemmtilegt," sagði Hörður en þar á hann við leik Englands og Túnis sem fór fram á sama velli í Volgograd.

Mikill hiti er í kortunum fyrir leikinn á föstudaginn. Hörður segist ekki hafa áhyggjur að Nígeríumenn hafi forskot hvað það varðar.

„Nei, ég get ekki sagt það. Við erum orðnir vanir þessum hita núna og erum tilbúnir í hvað sem er. Við munum gefa þeim góðan leik," sagði Hörður sem segist ekki eiga neinn vin í nígeríska landsliðinu, ennþá.

„En maður mun þekkja einhvern í framtíðinni," sagði Hörður og glotti. Hann segir það augljóst að Ísland stefni á sigur á föstudaginn.

„Auðvitað viljum við fá okkar fyrsta sigur á Heimsmeistaramóti, við náðum því ekki á móti Argentínu en náðum góðu stigi þar en auðvitað viljum við fá meira og þessi leikur er rosalega mikilvægur til að ná þremur stigum og komast í góða stöðu."

Viðtalið við Hörð má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner