Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 02. desember 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður um ævisögu: Ég er ekki orðinn fertugur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen ætlar ekki að gefa út ævisögu strax. Frá þessu greindi hann í „Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í gær.

„Ég gæti ekki skrifað hana (ævisöguna) sjálfur, það er alveg pottþétt," sagði Eiður aðspurður út í málið.

„Ég hef oft verið beðinn um það og satt best að segja, þá er þessi saga merkileg, en þegar maður skrifar ævisögu þarf maður að vera eldri og lengra kominn. Ég er ekki orðinn fertugur."

„Ef þú ætlar að skrifa ævisögu þá þarftu að leysa frá allri skjóðunni og ég er ekki viss um að markaðurinn sé til fyrir því," sagði Eiður og uppskar hlátur viðstaddra.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn frá því í gærkvöldi.

Sjá einnig:
Eiður Smári: Kannski er Messi einhverfur
Athugasemdir
banner
banner