Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 11. apríl 2018 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Ótrúlegar lokamínútur í spænsku höfuðborginni
Real Madrid og Bayern München í undanúrslit
Ronaldo skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Ronaldo skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Það vantaði ekki dramatíkina.
Það vantaði ekki dramatíkina.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin er taumlaus skemmtun, það er staðreynd. Liverpool, Roma og Bayern München eru komin áfram í undanúrslitin ásamt ríkjandi meisturum Real Madrid.

Í Þýskalandi var tíðindalítill leikur. Leikmenn Bayern voru skynsamir og fara áfram á úrslitunum í fyrri leiknum þar sem þeir unnu 2-1. Niðurstaðan í kvöld var markalaust jafntefli.

Leikurinn var kannski tíðindalítill í Bæjarlandi en það er ekki hægt að segja það sama um leikinn sem var í Madríd.

Þar mættust Real Madrid og Juventus en fyrir fram var búist við því að verkefnið yrði frekar auðvelt fyrir Madrídinga þar sem þeir kláruðu fyrri leikinn í Tórínó 3-0.

Juventus mætti hins vegar af miklum krafti í leikinn í kvöld og ætlaði sér ekki að falla auðveldlega úr keppni. Mario Mandzukic skoraði strax á annarri mínútu með skalla og hann bætti við öðru skallamarki um miðbik fyrri hálfleiksins.

Staðan var 2-0 í hálfleik og um miðjan seinni hálfleikinn skoraði miðjumaðurinn Blaise Matuidi og allt ætlaði um koll að keyra.


Staðan var þar með orðin jöfn í einvíginu en dramatíkin var ekki búin þarna því heimamenn í Real fengu vítaspyrnu í uppbótartímanum! Gianluigi Buffon fékk beint rautt spjald og Cristiano Ronaldo steig á punktinn. Ronaldo þurfti að bíða í nokkra stund til þess að taka spyrnuna en hann skoraði af öryggi fram hjá Wojciech Szczesny sem var kominn í markið í stað Buffon.

Þvílíkur leikur í Madríd í kvöld en það er Real Madrid sem fagnar.

Bayern 0 - 0 Sevilla (Samanlagt 2-1)
Rautt spjald: Joaquin Correa, Sevilla ('90)

Real Madrid 1 - 3 Juventus (Samanlagt 4-3)
0-1 Mario Mandzukic ('2 )
0-2 Mario Mandzukic ('37 )
0-3 Blaise Matuidi ('61 )
1-3 Cristiano Ronaldo ('90 , víti)
Rautt spjald: Gianluigi Buffon, Juventus ('90)



Athugasemdir
banner
banner
banner