Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 16. mars 2024 11:50
Aksentije Milisic
Ten Hag: Vitum hvar styrkleikar og veikleikar Liverpool liggja
Mynd: Getty Images

Manchester United og Liverpool mætast í átta liða úrslitum enska bikarsins á morgun en spilað verður á Old Trafford í Manchester.


Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er brattur fyrir leikinn en hann segir að liðið muni þurfa á hjálp stuðningsmannanna að halda.

„Liverpool verður með fleiri stuðningsmenn hér en venjulega vegna þess að þetta er bikarleikur. Við þurfum því að fá mikil læti frá okkar stuðningsmönnum og hjálp,” sagði Ten Hag.

„Þeir vilja að við vinnum, við viljum vinna og komast áfram, við þurfum að spila okkar besta leik til að vinna Liverpool. Ég ber virðingu fyrir Liverpool, við vitum hvar styrkleikar þeirra og veikleikar liggja.”

„Við höfum spilað vel á þessu ári og það sást klárlega í janúar mánuði. Við unnum nokkra leiki í röð með góðri spilamennsku. Liðið er með sjálfstraust og það trúir.”

Þá sagði hann frá því að Rasmus Hojlund og Aaron Wan-Bissaka séu báðir klárir í slaginn á morgun.


Athugasemdir
banner
banner