Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 16. maí 2016 10:09
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford og Townsend í 26 manna hóp Englendinga
Ætli táningurinn fái að koma með á stórmótið?
Ætli táningurinn fái að koma með á stórmótið?
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson er búinn að opinbera 26 manna leikmannahóp Englendinga fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar.

Hodgson þarf að skera þrjá leikmenn úr hópnum áður en hann tilkynnir lokahópinn sem verður að vera skipaður 23 leikmönnum.

Theo Walcott er ekki í hópnum hans Hodgson en það kemur á óvart að sjá að bæði Marcus Rashford og Andros Townsend, sem féll með Newcastle, eru með.

Það kemur á óvart að Fabian Delph sé í hópnum og sama má segja um Jordan Henderson, sem hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli undanfarið og fer líklega meiddur til Frakklands.

Þá komast Michail Antonio og Mark Noble ekki í hópinn en Jack Wilshere, sem er búinn að vera meiddur allt tímabilið, er með og talinn líklegur til að vera valinn í lokahópinn.

Michael Carrick, Jermain Defoe, Phil Jagielka og Leighton Baines komast ekki í hópinn og þar fer það sem er líklegast þeirra síðasti séns á að vinna stórmót með landsliðinu.

Markverðir:
Joe Hart - Man City
Fraser Forster - Southampton
Tom Heaton - Burnley

Varnarmenn:
Ryan Bertrand - Southampton
Danny Rose - Tottenham
Kyle Walker - Tottenham
Nathaniel Clyne - Liverpool
Gary Cahill - Chelsea
Chris Smalling - Man Utd
John Stones - Everton

Miðjumenn:
Danny Drinkwater - Leicester
Dele Alli - Tottenham
Eric Dier - Tottenham
Jordan Henderson - Liverpool
Adam Lallana - Liverpool
James Milner - Liverpool
Fabian Delph - Man City
Raheem Sterling - Man City
Andros Townsend - Newcastle
Jack Wilshere - Arsenal
Ross Barkley - Everton

Sóknarmenn:
Wayne Rooney - Man Utd
Marcus Rashford - Man Utd
Harry Kane - Tottenham
Daniel Sturridge - Liverpool
Jamie Vardy - Leicester



Athugasemdir
banner
banner
banner