Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 17. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Mount verður lykilmaður fyrir okkur
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Mason Mount er kominn aftur úr meiðslum og er hann í leikmannahópi Manchester United sem tekur á móti Liverpool í 8-liða úrslitum FA bikarsins í dag.

Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur miklar mætur á Mount sem hefur þó átt erfitt uppdráttar á upphafi dvalarinnar í Manchester. Hann hefur verið mikið meiddur og á enn eftir að skora mark fyrir sitt nýja félag, eftir að hafa gefið stoðsendingu í 3-0 sigri gegn Crystal Palace í deildabikarnum í september.

„Ég er sannfærður um að hann muni verða lykilmaður fyrir okkur. Hann hefur ekki fengið tækifæri til að sanna sig en ég veit að hann mun vera mjög góður leikmaður fyrir Manchester United. Það er mjög svekkjandi fyrir hann að vera meiddur og fyrir mig að geta ekki notað svona gæðamikinn leikmann á miðjuna," segir Ten Hag.

„Hann er búinn að lenda í þremur meiðslum frá komu sinni til Manchester og hefur ekki haft tíma til að finna réttan takt. Ég er viss um að þetta mun allt smella saman þegar hann kemst í gott form og fer að spila meiri fótbolta. Ég er viss um að hann verður mikilvægur partur af framtíð Man Utd."

   16.03.2024 15:20
Mount snýr aftur - Í hópnum gegn Liverpool á morgun

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner