Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 18. mars 2024 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ion Perello í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Ion Perello hér til hægri.
Ion Perello hér til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Ion Perello hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík.

Perello þekkir vel til á Íslandi en hann spilaði með Fram í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Hann kom við sögu í fjórum leikjum hjá Fram síðasta sumar.

Hann var áður hjá Hetti/Hugin áður en hann gekk í raðir Þórs á Akureyri.

Alls á hann að baki 45 leiki á Íslandi í deild og bikar og hefur í þeim skorað sex mörk.

Núna mun þessi öflugi miðjumaður spila með Grindavík sem ætlar sér greinilega stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar.

Komnir
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)
Hassan Jalloh frá HK
Ion Perello frá Fram
Kwame Quee frá Síerra Leóne

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner
banner