Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
   þri 19. mars 2024 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Sverrir Ingi: Tvö bestu móment mín sem fótboltamaður
,,Frábært tækifæri fyrir okkur sem hóp og lið að taka næsta skref"
Icelandair
'Það væri draumur að ná að klára þetta núna og taka þátt í sumar'
'Það væri draumur að ná að klára þetta núna og taka þátt í sumar'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Það er bara partur af þessu, maður vill vera spila þessa stóru leiki; frekar spila þessa en að spila æfingaleiki núna.'
'Það er bara partur af þessu, maður vill vera spila þessa stóru leiki; frekar spila þessa en að spila æfingaleiki núna.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við erum með ungt lið og það er á okkar ábyrgð, eldri leikmannanna, að gefa af okkur og vitum hvað þarf að gera í þessum leikjum.'
'Við erum með ungt lið og það er á okkar ábyrgð, eldri leikmannanna, að gefa af okkur og vitum hvað þarf að gera í þessum leikjum.'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sverrir ræddi við íslenska fjölmiðla á landsliðshótelinu.
Sverrir ræddi við íslenska fjölmiðla á landsliðshótelinu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Risastór leikur, allt undir á 90 mínútum þannig við þurfum að sjá til þess að vera klárir og nýta þessa daga sem við höfum fram að leik eins vel og við getum. Mér finnst við vera gera það," segir Sverrir Ingi Ingason í samtali við Fótbolta.net á hóteli íslenska landsliðsins í dag.

Framundan er umspilsleikurinn mikilvægi gegn Ísrael á fimmtudag. Sigurvegarinn í þeim leik fer í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

„Það er stutt á milli leikja, mikil ákefð í leikjunum og við þurfum að sjá til þess að við séum ferskir líka. Við höfum skýra mynd af því hvað við viljum gera og hvar okkar möguleikar munu liggja. Við erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri, þetta er stórt tækifæri fyrir okkur sem hóp og lið að taka næsta skref og það er það sem við viljum gera á fimmtudaginn."

Dreymir um að komast aftur á EM
Sverrir var hluti af hópnum sem fór á EM 2016 og svo HM 2018.

„Það eru tvö bestu móment mín sem fótboltamaður, að hafa fengið að fylgja þessu liði bæði á Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið. Maður lærir rosalega mikið af þessu. Stórmótsleikirnir eru þeir leikir sem þú vilt spila og sérstaklega mikill heiður fyrir okkur Íslendinga að komast með lið þangað. Það væri draumur að ná að klára þetta núna og taka þátt í sumar."

„Þurfum klárlega að sýna það besta sem við höfum sýnt"
Í dag er Sverrir í stærra hlutverki en hann var á þeim stórmótum. Hann er hafsent númer eitt í liðinu og einn af reynslumestu leikmönnum liðsins.

„Það er klárlega öðruvísi, ég var að taka mín fyrstu skref í landsliðinu í kringum Evrópumótið. Síðan á heimsmeistaramótinu var ég aðeins búinn að fá smjörþefinn og kannski í aðeins stærra hlutverki. Ég er klárlega í öðru hlutverki núna, einn af reynslumeiri leikmönnunum."

„Við erum með ungt lið og það er á okkar ábyrgð, eldri leikmannanna, að gefa af okkur og vitum hvað þarf að gera í þessum leikjum. Það er gott fyrir þennan hóp að hafa fengið heila undankeppni og leikurinn kemur vonandi á fínum tímapunkti fyrir okkur. Við höfum gengið í gegnum sveiflukenndar frammistöður, átt góðar og slæmar frammistöður. Við vitum hvað við stöndum fyrir og þurfum klárlega að sýna það besta sem við höfum sýnt á fimmtudaginn til að eiga möguleika á að vera ennþá í þessu."

„Ég held þetta sé voðalega jafn leikur, leikirnir báðir í Þjóðadeildinni gegn þeim enduðu með jafntefli, og liðin eru örugglega á svipuðum stað. Þeir eru líka með unga og spennandi leikmenn, áttu sömuleiðis ekkert frábæra undankeppni. Það er allt opið í þessu og ég tel okkar möguleika vera mjög fína. Þessi fótboltaleikur mun örugglega ráðast á smáatriðum."


Frábært tækifæri til að taka næsta skref
Er eitthvað stress fyrir leiknum?

„Nei, alls ekki. Það er bara spenna, en örugglega þegar nær dregur; þegar það eru stórir leikir, mikið undir, þá kemur fiðringur. Það er bara partur af þessu, maður vill vera spila þessa stóru leiki; frekar spila þessa en að spila æfingaleiki núna. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur sem hóp og lið að taka næsta skref og það er það sem við viljum gera."

Þeir eru framtíðin
Sverrir er einn af leiðtogunum í hópnum. „Ég þarf að taka minn skammt af því að reyna hjálpa þessum ungu leikmönnum. En margir af þeim eru komnir töluvert lengra heldur en þeir voru þegar þeir komu fyrst inn í hópinn; eru að spila á góðu 'leveli', góðum liðum í sterkum deildum í Evrópu. Þeir eru komnir með smjörþefinn af þessu og reynslu. Við vitum hvað í þeim býr og við þurfum að ná því besta út úr þessum leikmönnum af því þeir eru framtíðin og við vitum hvað þeir geta gert. Á fimmtudaginn munum við ná því."

Sverrir segir í viðtalinu að hann sé klár í að taka víti ef til þess kemur í vítaspyrnukeppni. Í viðtalinu ræðir hann einnig um félagsliðið sitt Midtjylland sem er á toppi dönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner