Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 19. maí 2016 14:50
Elvar Geir Magnússon
Þynnka á fréttamannafundi Leicester
Ranieri og Captain Morgan litlir í sér.
Ranieri og Captain Morgan litlir í sér.
Mynd: Getty Images
Hetjur Leicester hafa verið öflugar í partístandi síðan Englandsmeistarabikarinn fór á loft. Gleðinni er svo sannarlega ekki lokið því hópurinn er nú staddur í Tælandi, heimalandi eiganda félagsins, þar sem lífsins lystisemdir hafa verið á hverju strái.

Þegar titillinn var tryggður voru leikmenn staddir heima hjá Jamie Vardy þar sem mikil gleði braust út, einnig var haldin mikil veisla á pizzastað í Leicester og ekki má gleyma sigurhátíðinni á þaklausu rútunni fyrir framan 240 þúsund stuðningsmenn í miðbænum.

Þegar liðið kom til Bangkok voru þúsundir sem tóku á móti þeim og fögnuðu.

Öll þessi gleði hefur tekið mikinn toll af mönnum eins og sást greinilega á fréttamannafundi í Tælandi. Hátíðarhöldunum er þó ekki lokið því liðið fer í skrúðgöngu í Bangkok í dag.

Partíið var aðeins styttra hjá markahróknum Jamie Vardy en hann er að búa sig undir EM með enska landsliðinu og fór ekki með til Tælands.
Athugasemdir
banner
banner
banner