Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   þri 19. ágúst 2014 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Freyr: Þjóðin getur tekið þátt í leiknum
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér skylst að veðrið eigi að vera frábært út vikuna og við verðum að njóta þess á meðan við getum. Það styttist óðum í haustlægðirnar," sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Dönum á fimmtudaginn í undankeppni HM á Laugardalsvellinum.

,,Leikmennirnir eru í fínu standi. Það eru fimm leikmenn sem spila erlendis og þær voru að spila á laugardaginn flestar. Svolítið þreyttar í gær og á sunnudaginn en það var vitað mál," sagði Freyr en óvenju fáir leikmenn eru í landsliðshópnum að þessu sinni sem leika erlendis.

,,Ég hef ekki kafað í það síðan hvenær það voru svona fáir leikmenn að spila úti en það er líklega komin 7-8 ár síðan. Það er þróunin og hún getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Ég fæ ekkert útúr því að líta á það neikvæðum augum. Ég sé að stelpurnar sem eru að spila hérna heima eru í hörku standi og með mikið sjálfstraust og við lítum vel út," sagði Freyr.

Síðustu ár hefur af og til dottið inn skemmtilegar auglýsingar með íslenska landsliðinu, þá aðallega ljósmyndir sem vakið hafa athygli.

,,Það verður engin herferð. Við óskum eftir því að fólk komi á völlinn og taki þátt í leiknum með okkur. Við erum að fara fá frábæran leik, Danir eru með mjög skemmtilegt fótboltalið og við einnig. Þjóðin getur komið og tekið þátt í leiknum með okkur," sagði Freyr en leikurinn hefst klukkan 19:30 og vonandi að sem flestir láti sjá sig á vellinum og hvetji stelpurnar áfram í baráttunni um laust sæti á HM.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner