Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   þri 19. ágúst 2014 14:51
Magnús Már Einarsson
Veigar Páll: Tek Vidic létt í mjöðm í öxl
Veigar Páll á æfingu hjá Stjörnunni í dag.
Veigar Páll á æfingu hjá Stjörnunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er magnað að við náum að fylla völlinn fyrir þennan leik. Það sýnir hvað er mikill áhugi fyrir íslenskum fótbolta," segir Veigar Páll Gunnarsson leikmaður Stjörnunnar um stórleikinn gegn Inter annað kvöld.

,,Það gengur þokkalega vel hjá okkur í ár. Við erum búnir að vera rosalega flinkir í að halda okkur niðri á jörðinni og líta ekki stórt á okkur. Það er það sem við erum búnir að gera gríðarlega vel. Það er stór ástæða fyrir því að við erum að halda áfram að vinna leiki."

,,Það eru möguleikar. Við vitum að við erum að fara að spila á móti liði sem er sterkara en við. Við þurfum að spila rétt og spila massífa vörn. Við megum ekki detta alveg í vörn. Við skorum nánast í hverjum einasta leik og við höfum trú á að við getum skorað."

Veigar Páll er sjálfur klár í slaginn eftir að hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

,,Ég er búinn að hvíla síðustu tveimur deildarleikjum til að ná mér aftur 100%. Ég hef fengið gott frí og tel að ég sé tipp topp," sagði Veigar sem er klár í að taka Nemanja Vidic í öxl í öxl.

,,Það verður létt, þetta verður meira mjöðm í öxl. Það haggar mér enginn," sagði Veigar léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner