Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ratcliffe vill frekar finna næsta Mbappé
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Sir Jim Ratcliffe segir að markmið nýrrar innkaupastefnu Manchester United sé frekar að finna næsta Kylian Mbappé frekar heldur en að kaupa leikmanninn sjálfan.

Rauðu djöflarnir hafa eitt rúmlega einum milljarði punda á áratuginum síðan Sir Alex Ferguson hætti sem þjálfari félagsins án þess að sjá árangur og nú vonast stuðningsmenn til að tímarnir séu breyttir með innkomu Jim Ratcliffe í stjórnina.

„Ég vil frekar finna næsta Mbappé heldur en að eyða morðfjár í tilraun til að kaupa árangur strax. Það er ekkert svo gáfulegt að kaupa Mbappe. Það er miklu erfiðara að finna næsta Mbappe, eða næsta Jude Bellingham, eða Roy Keane," segir Ratcliffe, sem hefur einbeitt sér að ráða hæfileikaríkt fólk til starfa hjá Man Utd frá því að hann tók við stjórn á fótboltamálum.

„Markmiðið okkar er ekki að kaupa leikmenn eins og Mbappé eða Bellingham. Það er engin lausn, það er nákvæmlega það sem félagið hefur verið að gera síðustu tíu ár án árangurs. Fyrsta verkefnið er að ráða rétt fólk í réttar stöður innan félagsins, það skiptir höfuðmáli í rekstri fótboltafélags. Mikilvægasti parturinn er að finna efnilega leikmenn og því þarf að ráða sérlega hæfileikaríkt fólk í stöður sem tengjast þeim efnum."

Ratcliffe hefur þegar ráðið Sir Dave Brailsford, samstarfsmann sinn hjá INEOS Group, og Omar Berrada frá Manchester City til starfa og er markmiðið að ráða einnig Dan Ashworth frá Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner