Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 20. maí 2016 22:20
Arnar Geir Halldórsson
Memphis neitaði að fara með Man Utd til London
Þegar allt lék í lyndi
Þegar allt lék í lyndi
Mynd: Getty Images
Framtíð hollenska kantmannsins Memphis Depay hjá Manchester United er í mikilli óvissu en hann er ekki í leikmannahópi liðsins fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Crystal Palace á morgun.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum neitaði Memphis að ferðast með liðinu til höfuðborgarinnar eftir að honum var tilkynnt af Louis van Gaal að hann yrði ekki í 18 manna leikmannahóp.

Man Utd borgaði tæpar 30 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla Hollending en hann hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur.

Þrátt fyrir það hefur hann nær alltaf verið í leikmannahópi liðsins þar til nú.

Óhætt er að segja að Memphis hafi verið einn eftirsóttasti leikmaður heims fyrir ári síðan en Man Utd hafði betur í samkeppni við PSG og Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner