Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 20. maí 2016 11:25
Magnús Már Einarsson
Stjarnan gæti lent í markmannsvandræðum eftir næsta leik
Duwayne Kerr er á leið á Copa America með landsliði Jamaíka.
Duwayne Kerr er á leið á Copa America með landsliði Jamaíka.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðjón Orri Sigurjónsson, varamarkvörður Stjörnunnar, reif liðþófa í upphitun gegn KR og verður væntanlega frá keppni næstu 4-6 vikurnar.

Þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fótbolta.net. Guðjón Orri er búinn í aðgerð og byrjaður í endurhæfingu.

„Samkvæmt læknisráði eru þetta 4-6 vikur en svo getur verið að hann verð fínn fyrr," sagði RúnarPáll.

Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, er á leið á Copa America með landsliði Jamaíka en fyrsti leikur liðsins þar er 5. júní.

Kerr spilar gegn FH í stórleiknum á mánudag en ekki er ljóst hvort hann fari strax í kjölfarið til móts við landslið Jamaíka eða hvort hann nái bikarleiknum gegn Víkingi Ólafsvík næsta fimmtudag.

Ljóst er að Stjörnumenn verða í markmannsvandræðum í kringum mánaðamótin en liðið mætir Breiðabliki í Pepsi-deildinni 30. maí og 5. júní er leikur við Val.

Sveinn Sigurður Jóhannesson fór í lán á Fjarðabyggð á dögunum og því er óvíst hver fer í markið ef bæði Guðjón og Kerr verða fjarverandi.

„Svenni er í Fjarðabyggð og það er mikilvægt að hann spili leiki þar. Við sjáum hvernig þetta þróast," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner