Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   mið 20. ágúst 2014 07:30
Magnús Már Einarsson
Garðar Jó: Möguleikarnir eru fínir
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt," segir Garðar Jóhannsson framherji Stjörnunnar um leik liðsins gegn Inter í Evrópudeildinni annað kvöld.

,,Poznan liðið sem við spiluðum við síðast var mjög gott og ég held að þeir séu svipaðir af styrkleika eða aðeins sterkari. Möguleikarnir eru fínir. Við unnum þá svo við ættum að geta unnið þá líka."

,,Þetta er gott lið. Þeir spila 3-5-2 og reyna að fara upp kantana og koma með fyrirgjafir. Við þurfum að loka á það og beita síðan skyndisóknum."

Stemningin er mikil fyrir leiknum hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar en uppselt er á Laugardalsvöll.

,,Þetta minnir mig á bikarúrslitadæmið síðustu tvö ár en þetta fer vonandi betur en það," sagði Garðar.

Garðar hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en hann verður með í kvöld. ,,Ég er með en ekki meira en það. Ég get alveg spilað en maður er ekki kominn í gott form ennþá."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner