Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að horfa á leikinn heima - „Ef manni er alveg sama, þá er kominn tími til að hætta"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi í leik með landsliðinu.
Gylfi í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar í kvöld gríðarlega mikilvægan leik gegn Ísrael í umspilinu fyrir Evrópumótið. Ísland þarf að vinna til að eiga áfram möguleika á því að spila á mótinu.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um það að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki í landsliðinu en Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist ekki geta valið leikmann í þetta verkefni sem hefur ekki spilað síðan í nóvember.

Gylfi sagði það samt sem áður gríðarleg vonbrigði að taka ekki þátt í þessu verkefni en í viðtali við Fótbolta.net í gær ræddi hann aðeins um landsliðið og leikinn í kvöld.

„Það var auðvitað leiðinlegt að fá þessar fréttir þar sem maður vill alltaf vera í hópnum," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net í gær. „Maður vill spila svona leiki. Þetta væri öðruvísi ef þetta væri einhver æfingaleikur sem myndi ekki skipta máli. Þetta er gríðarlega mikilvægt og maður vill vera partur af hópnum, og reyna að hjálpa liðinu og landinu að komast áfram."

„Svona er þetta. Ég held að það sé jákvætt að maður hafi þann vilja að vera áfram. Ef maður vill ekki vera í landsliðinu eða ef manni er alveg sama, þá er kominn tími til að hætta."

Hann segir að það verði erfitt að horfa á leikinn í kvöld heima í stofu. „Já, ég held að það verði mjög skrítið og mjög erfitt að horfa á svona mikilvægan leik heima í stofu og geta ekki haft nein áhrif."

Gylfi hefur þó trú á því að strákarnir muni klára verkefnið og er hans draumur að spila á Evrópumótinu í sumar. „Já, ég vona það innilega. Það eru vonandi tveir erfiðir leikir framundan. Við þurfum að byrja á að vinna Ísrael og síðan sjáum við til."

„Ferðin til Frakklands 2016 var einhver skemmtilegasti tími sem maður hefur upplifað í fótbolta. Vonandi getur maður endurtekið það," sagði Gylfi en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Gylfi í löngu viðtali: Kominn tími á að vera heima í eðlilegu lífi
Athugasemdir
banner
banner
banner