Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 21. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Handtökuskipun gefin út á hendur Luis Rubiales
Mynd: Getty Images
Lögreglan á Spáni framkvæmdi ítarlega leit í höfuðstöðvum spænska fótboltasambandsins í gær.

Leitin var tengd rannsókn á mögulegu mútumáli í spænska fótboltanum. Leitin var samræmd og víðamikil þar sem lögregla framkvæmdi leitir á ellefu mismunandi stöðum víðsvegar á Spáni vegna málsins.

Saksóknari býst við því að sjö manneskjur verði handteknar í tengslum við rannsóknina.

Spænska landsliðið æfði á æfingasvæði spænska fótboltasambandsins á meðan leitin fór fram, en Spánverjar eru að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Kólumbíu sem fer fram á London Stadium á föstudagskvöldið.

Heimildarmaður Reuters heldur því fram að lögreglan hafi meðal annars framkvæmt leit á heimili Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska fótboltasambandsins, í gær.

Rubiales sagði upp starfi sínu síðasta september eftir mikinn skandal í kjölfar sigur spænska kvennalandsliðsins á HM.

Uppfærsla: Handtökuskipun var gefin út á hendur Rubiales eftir lögregluleitina samræmdu.
Athugasemdir
banner
banner