Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Augnablik og Ýmir unnu örugga sigra
Augnablik vann öruggan sigur á Reyni
Augnablik vann öruggan sigur á Reyni
Mynd: Augnablik
Ýmir er kominn í undanúrslit
Ýmir er kominn í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik og Ýmir unnu þægilega sigra í B- og C-deild Lengjubikars karla í kvöld.

Í B-deildinni vann Augnablik 4-1 sigur á Reyni Sandgerði í Nettó-höllinni. Reynismenn fengu draumabyrjun á 5. mínútu er Jón Gestur Ben Birgisson kom þeim yfir en allt fór niður á við eftir það.

Guðni Rafn Róbertsson jafnaði átta mínútum síðar og skoraði Þorbergur Úlfarsson annað mark Augnabliks snemma í þeim síðari áður en Hrannar Bogi Jónsson og Rúnar Ingi Eysteinsson gerðu út um leikinn í lokin

Augnablik hafnaði í öðru sæti riðils 1 með 9 stig en Reynir aðeins 3 stig í næst neðsta sæti.

Ýmir vann þægilegan 5-1 sigur á Álafoss. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvisvar fyrir Ými sem er komið áfram í undanúrslit C-deildar.

Ólafur BJarki Stefánsson skoraði þá tvívegis í 3-1 sigri Skallagríms á KM.

B-deild - riðill 1:

Reynir S. 1 - 4 Augnablik
1-0 Jón Gestur Ben Birgisson ('5 )
1-1 Guðni Rafn Róbertsson ('13 )
1-2 Þorbergur Úlfarsson ('47 )
1-3 Hrannar Bogi Jónsson ('81 )
1-4 Rúnar Ingi Eysteinsson ('90 )

C-deild - riðill 2:

Álafoss 1 - 5 Ýmir
0-1 Hrannar Þór Eðvarðsson ('8 )
0-2 Arian Ari Morina ('19 , Mark úr víti)
0-3 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('32 )
0-4 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('40 )
0-5 Ásgeir Lúðvíksson ('83 )
1-5 Alexander Aron Davorsson ('90 )

C-deild - riðill 4:

KM 1 - 3 Skallagrímur
0-1 Ólafur Bjarki Stefánsson ('24 )
0-2 Elís Dofri G Gylfason ('45 )
1-2 Rúben Filipe Vasques Narciso ('47 )
1-3 Ólafur Bjarki Stefánsson ('60 )
Athugasemdir
banner