Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Sig frá út tímabilið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur líklega spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili en það er Hjörvar Hafliðason sem greinir frá þessu á X í dag.

Arnór meiddist eftir háskalega tæklingu Roy Revivo í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins fyrir helgi.

Revivo fékk að líta rauða spjaldið en Arnór neyddist til að fara af velli vegna meiðsla sinna.

Hjörvar segir á X að Arnór verði frá næstu átta vikur og missi því af restinni af tímabilinu með Blackburn Rovers.

Slæmar fréttir fyrir Arnór og Blackburn, sem er í harðri baráttu í neðri hluta ensku B-deildarinnar.

Vængmaðurinn verður búinn að ná sér fyrir Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi í sumar. Ísland þarf að vinna Úkraínu á morgun til að tryggja farseðilinn þangað.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner