Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd skoðar vonarstjörnu Senegala
Mynd: Getty Images
Manchester United sendi njósnara á leik Senegals gegn Gabon á dögunum til að fylgjast með varnarmanninum Mikayil Faye. Þetta kemur fram í The Sun.

Faye er 19 ára gamall miðvörður sem er á mála hjá Barcelona á Spáni.

Hann var að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Senegal og skoraði einnig stórkostlegt mark með þrumuskoti af 30 metra færi.

Sun greinir frá því að United hafi verið með njósnara á leiknum til að fylgjast með Faye.

United er að íhuga að fá hann til félagsins í sumar en Faye hefur ekki enn þreytt frumraun sína með aðalliði Barcelona.

Á þessu tímabili hefur hann verið fastamaður í B-liði Barcelona en hann er samningsbundinn til 2027.

Faye var á dögunum valinn í hópinn hjá Barcelona fyrir leikinn gegn Mallorca en kom ekki við sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner