Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Atlético Madríd framlengir til 2025
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Koke hefur framlengt samning sinn við Atlético Madríd út næsta tímabil en þetta kemur fram í tilkynningu frá spænska félaginu.

Koke, sem er 32 ára gamall, er Atlético-maður í húð og hár, en hann fór í gegnum akademíu félagsins áður en hann kom inn af bekknum í fyrsta aðalliðsleik sínum aðeins 17 ára gamall.

Síðan þá hefur hann spilað meira en 600 leiki fyrir Atlético er í dag fyrirliði liðsins.

Samningur hans við Atlético átti að renna út í sumar en hann hefur nú framlengt hann um eitt tímabil.

Miðjumaðurinn hefur spilað 70 A-landsleiki fyrir Spán en síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á HM í Katar fyrir tveimur árum.




Athugasemdir
banner
banner
banner