Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Szczesny kom Póllandi á EM
Mynd: EPA
Pólland er komið á Evrópumótið í Þýskalandi eftir að þjóðin vann Wales eftir vítaspyrnukeppni. Wojciech Szczesny var hetja Póllands með því að verja fimmtu spyrnu Wales.

Heimamenn ógnuðu meira í fyrri hálfleiknum. Ben Davies átti skalla yfir markið á 17. mínútu og kom síðan boltanum í netið undir lok hálfleiksins en var dæmdur rangstæður.

Kieffer Moore komst nálægt því að koma Wales yfir snemma í þeim síðari en Wojciech Szczesny varði skalla hans með miklum tilþrifum.

Markalaust eftir venjulegan leiktíma en Jakub Piotrowski fékk fínasta færi fyrir Pólland á 100, mínútu en boltinn rétt framhjá markinu.

Chris Mepham, leikmaður Wales, fékk sitt annað gula spjald í síðari hálfleik framlengingar og þar með rautt. Wales hélt út fram að vítakeppninni.

Pólland skoraði úr öll fimm vítaspyrnum sínum en það var Daniel James sem var skúrkurinn í liði Wales á meðan Szczesny var hetjan, en hann varði slaka spyrnu James örugglega og kom Póllandi á EM í fjórða sinn í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner